Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2018
Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða afhent mánudaginn 19. nóvember á morgunfundi um jafnréttismál í Hátíðasal Háskóla Íslands kl. 8.30-10. Efni fundarins er vinnustaðamenning og jafnrétti á vinnumarkaði.
Allir eru velkomnir en vinsamlegast skráið þátttöku hér að neðan.
DAGSKRÁ
Setning
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
Áhrif #metoo - breytingar og áskoranir
Ásta Jóhannsdóttir, nýdoktor á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands
Fótbolti og femínismi
Magnús Orri Schram, ráðgjafi
Handhafi Hvatningarverðlauna jafnréttismála 2017
Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar.
Hvatningarverðlaun jafnréttismála
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunar, afhendir verðlaunin.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er fundarstjóri.
Að verðlaununum standa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og Háskóli Íslands en sérstakur samstarfsaðili verkefnisins er UN Women á Íslandi.