Hrein og sjálfbær höf til framtíðar

Samtök atvinnulífsins og UN Global Compact í Bandaríkjunum efna til opins kynningarfundar í Húsi atvinnulífsins fimmtudaginn 8. ágúst kl. 15-16. Þar verður kynntur vettvangur á vegum Sameinuðu þjóðanna sem hefur að markmiði að tryggja hrein og sjálfbær höf til framtíðar (e. Action Platform for Sustainable Ocean Business).

Markmið vettvangsins er ekki síst að leiða saman ólíka aðila til að hanna og þróa nýja umhverfisvæna tækni og aðferðir sem geta hjálpað þjóðum heimsins að ná 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir 2030.

Adam Gordon, framkvæmdastjóri Global Compact í Bandaríkjunum, kynnir vettvanginn og stjórnandi hans, Erik Giercksky, ávarpar fundinn frá New York.

Samtök atvinnulífsins eru tengiliður Íslands við Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð sem er stærsta framtak heimsins á sviði samfélagsábyrgðar.

Allir eru velkomnnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér á vef SA. Fundurinn fer fram á ensku.

Nánari upplýsingar um Action Platform for Sustainable Ocean Business er að finna á vef Global Compact.

SKRÁNING