HR úthlutar 24 milljónum til rannsókna í samstarfi við atvinnulífið

Öflug tengsl við atvinnulífið eru ein af grunnstoðum Háskólans í Reykjavík og vinna nemendur og fræðimenn meðal annars rannsóknar- og nýsköpunarverkefni í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir. Nýverið úthlutuðu samráðsnefndir HR og eftirfarandi samstarfsaðilar háskólans 24 milljónum til rannsóknarverkefna meistara- og doktorsnema við HR.

Icelandair  Group

Icelandair  Group veitir 5 milljónir króna í eftirfarandi rannsóknaverkefni á meistara- og doktorsstigi við HR skólaárið 2016-2017:

Impact of Icelandair's social media message design and content on customer behavior, undir leiðsögn Valdimars Sigurðssonar, dósents og R. G. Vishnu Menon, stundakennara við viðskiptadeild.

Monitoring cognitive workload in aviation by monitoring speech, undir leiðsögn Jóns Guðnasonar, lektors við tækni- og verkfræðideild og Kamillu Rúnar Jóhannsdóttur, lektors og forstöðumanns BSc náms í sálfræði við viðskiptadeild.

Analytical methods for revenue management and price optimization, undir leiðsögn Hlyns Stefánssonar, dósents við tækni- og verkfræðideild.

Connectivity in Air Transportation, undir leiðsögn Þorgeirs Pálssonar, prófessors og Hlyns Stefánssonar, dósents við tækni- og verkfræðideild.

Isavia

Isavia veitir rúmar 11 milljónir króna í eftirfarandi rannsóknaverkefni á meistara- og doktorsstigi við HR skólaárið 2016-2017:

Financial Assessment and Risk Analysis for Airport Parking Investment, undir leiðsögn Páls Jenssonar, prófessors og Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við tækni- og verkfræðideild.

Airport Hotel Financial Assessment and Risk Analysis, undir leiðsögn Páls Jenssonar, prófessors og Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við tækni- og verkfræðideild.

Viðhald á malbikuðum slitlögum, undir leiðsögn Haraldar Sigþórssonar stundakennara við tækni- og verkfræðideild.

Airport Lounge, undir leiðsögn Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við tækni- og verkfræðideild.

Construction Plan of the 3rd Runway, undir leiðsögn Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við tækni- og verkfræðideild.

Task Load Assessment in Air Traffic Control, undir leiðsögn Jóns Guðnasonar, lektors við tækni- og verkfræðideild, Kamillu Rúnar Jóhannsdóttur, lektors og forstöðumanns BSc náms í sálfræði við viðskiptadeild og Arnab Majmudar við Imperial College London.

Towards Safe Trusted Automation for Air Traffic Control, undir leiðsögn Kristins R. Þórissonar, prófessors við tölvunarfræðideild og Þorgeirs Pálssonar, prófessors við tækni- og verkfræðideild.

LS Retail

LS Retail veitir 4 milljónir króna í eftirfarandi rannsóknaverkefni á meistarastigi:

Churn Prediction and Customer Segmentation Using Data Mining and Machine Learning Methods, undir leiðsögn Hlyns Stefánssonar, dósents og Eyjólfs Inga Ásgeirssonar, lektors við tækni- og verkfræðideild.

Basket Analysis and Customized Offers Using Data Mining and Machine Learning Methods, undir leiðsögn Hlyns Stefánssonar, dósents og Eyjólfs Inga Ásgeirssonar, lektors við tækni- og verkfræðideild.

SFS

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi veita 4 milljónir króna í eftirfarandi rannsóknaverkefni á meistarastigi:

Fish Consumption and Distribution in Iceland: a B2C study, undir leiðsögn Valdimars Sigurðssonar, dósents og R. G. Vishnu Menon, stundakennara við viðskiptadeild.

Biodiversity Beyond National Jurisdiction - the Icelandic Perspective, undir leiðsögn Bjarna Más Magnússonar, lektors við lagadeild.

Bestunarlíkan af ráðstöfun afla í fiskvinnslu, undir leiðsögn Páls Jenssonar, prófessors og Hlyns Stefánssonar, dósents við tækni- og verkfræðideild.