HB Grandi fær fyrsta veggspjaldið
Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, tók við fyrsta veggspjaldinu með sáttmála gegn einelti, áreitni og ofbeldi.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, afhenti honum veggspjaldið og kynnti framtakið fyrir stjórnendum HB Granda.
HB Grandi er fyrirmyndarfyrirtæki og hefur tekið fræðslu gegn einelti og áreitni föstum tökum. Samskipti á vinnustaðnum byggjast á heilindum, tillitssemi og virðingu og ábendingar um einelti eða áreitni eru teknar alvarlega.
Framkvæmdastjóri SA, segir mikilvægt að ábyrgir aðilar stigi nú fram og lýsi því yfir að einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustöðum verði ekki liðið og að málefni að málefni þolenda verði í forgangi þegar brot koma upp. Þannig stuðli starfsmenn og stjórnendur að heilbrigðri vinnustaðamenningu og góðum starfsanda.
Samtök atvinnulífsins munu á næstu dögum og vikum heimsækja fleiri fyrirtæki og afhenda sáttmálann en allar nánari upplýsingar má nálgast á www.sa.is/sattmali ásamt fræðsluefni og dæmi um hvernig útbúa skuli stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi.
Veggspjald með sáttmálanum má nálgast á skrifstofu SA en þeir sem vilja fá það sent í pósti geta sent ósk um það á sa@sa.is.
Rafrænt eintak er á síðu sáttmálans og fyrirtæki geta einnig útbúið eigin útgáfu og bætt merki síns fyrirtækis inn á veggspjaldið.
Sjá nánar: