Hagnýt viðmið – stjórntæki í fyrirtækjum

Hagnýt viðmið (benchmarking) er stjórntæki sem auðveldar stjórnendum að bera rekstur fyrirtækja sinna saman við önnur fyrirtæki og taka upp það besta sem þar þekkist í stjórnun. Iðntæknistofnun hefur í samstarfi við Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og Stjórnvísi innleitt aðferðafræði sem auðveldar íslenskum fyrirtækjum að hagnýta sér þessa aðferð.

Þannig er fyrirtækjum gert kleift að bera sig saman við fyrirtæki á alþjóðamörkuðum með hagnýtingu þekkingarbanka og hugbúnaðar sem hefur fengið nafnið Microscope.

Sjá nánar á heimasíðu Iðntæknistofnunar (pdf-skjal).