Hæstu launin á Íslandi

Lækn­ar og hjúkr­un­ar­fræðing­ar eru með hærri laun hér á landi en koll­eg­ar þeirra ann­ars staðar á Norður­lönd­um. Sam­kvæmt grein­ingu Sam­taka at­vinnu­lífs­ins sem unnin var fyrir Morgunblaðið eru ís­lensk­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ar með 25% hærri reglu­leg laun, sem eru án yf­ir­vinnu­greiðslna, en koll­eg­ar þeirra eru að meðaltali með á Norður­lönd­um, og lækn­ar með 30% hærri reglu­leg laun.

Þá eru hjúkr­un­ar­fræðing­ar með 50% hærri reglu­leg heild­ar­laun, þ.e. yf­ir­vinnu­greiðslur meðtald­ar, sam­an­borið við reglu­leg laun koll­ega þeirra eru að meðaltali með ann­ars staðar á Norður­lönd­um og læknar með 70% hærri heild­ar­laun. Niðurstöðurnar eru sýndar á meðfylgjandi myndum.

Að sögn Hannesar G. Sigurðssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra SA, eru niðurstöðurnar byggðar á upplýsingum frá hagstofum Norðurlandaríkja um laun lækna og hjúkrunarfræðinga árið 2016. Miðað sé við gengi krónunnar 18. maí 2017.

Hannes segir í samtali við Morgunblaðið ekki liggja fyrir upplýsingar um launagreiðslur vegna yfirvinnu lækna í öllum Norðurlandaríkjunum en þær séu þó birtar í Noregi og nemi yfirvinnugreiðslur einungis 3% af heildarlaunum þeirra. Yfirvinnuálag, vaktaálag, bakvaktagreiðslur og fleiri launaliðir séu hins vegar með- taldir í reglulegum launum í Danmörku og Svíþjóð, auk Noregs.

Hér má sjá laun íslenskra hjúkrunarfræðinga líka borin saman við laun hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum.

Samkvæmt greiningu Samtaka atvinnulífsins eru íslenskir hjúkrunarfræðingar með 25% hærri regluleg laun, sem eru án yfirvinnugreiðslna, en kollegar þeirra að meðaltali á Norðurlöndum. Þá eru þeir með 50% hærri regluleg heildarlaun (yfirvinnugreiðslur meðtaldar), samanborið við regluleg laun kollega þeirra að meðaltali annars staðar á Norðurlöndunum. Að sögn Hannesar liggja ekki fyrir upplýsingar um launagreiðslur vegna yfirvinnu hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndunum, nema í Noregi þar sem yfirvinnugreiðslur til hjúkrunarfræðinga nemi innan við 3% af launatekjum þeirra.

Hannes útskýrir svo hvað liggi að baki hugtakinu regluleg laun. „Á Íslandi notar Hagstofan hugtakið regluleg laun. Launavísitalan er unnin út frá þessu hugtaki. Regluleg laun eru öll laun sem greidd eru fyrir vinnu, að frádregnum greiðslum fyrir yfirvinnu. Þannig að í reglulegum launum eru alls konar bónusar og vaktaálag og aðrar greiðslur sem fylgja dagvinnu.“


Bæta við aukagreiðslum
„Hugtakið sem notað er fyrir regluleg laun á hinum löndunum miðast við venjulega vinnuviku, 37- 40 stundir. Hins vegar er bætt við öllum aukagreiðslum sem fylgja þeirri vinnu, sem og álagi, svo sem vaktaálagi, yfirvinnuálagi og öðru álagi vegna afbrigðilegs vinnutíma.“ Hannes segir það koma fram í gögnum á vefsíðum hagstofa hinna Norðurlandaríkjanna að hugtakið fyrir greiðslur vegna afbrigðilegs vinnutíma sé genetillæg á dönsku, eða nuisance pay á ensku, sem sé meðal annars yfirvinnuálag, vakta- álag og alls konar álag. Á sænsku séu slíkar greiðslur skammstafaðar með OB-ersättning, þar sem OB sé skammstöfun á obehaglig og hugtakið merki því óþægindagreiðsla.

Með því sé átt við álag á borð við vaktaálag og yfirvinnuálag. Danir og Svíar séu því nánast með sama hugtak fyrir regluleg laun og á Íslandi nema hvað þeir virðist einnig leggja yfirvinnuálagið við, þ.e.a.s. ekki greiðslu fyrir yfirvinnustundirnar heldur sé yfirvinnuálaginu dreift á allar unnar vinnustundir.

Nánast sama skilgreining hér
„Ef verð á dagvinnustundum er 100 og verð á yfirvinnustundum 180, eins og algengt er hér á landi, setja Danir og Svíar álagshlutann, þ.e. 80, inn í mánaðarlaunin sem þeir birta, en ekki 180. Þannig að við erum nánast með sömu skilgreiningu á Íslandi og á hinum löndunum hvað varðar regluleg laun.“ Hannes segir að þegar yfirvinna sé tekin með í reikninginn komi í ljós að yfirvinnugreiðslur séu miklar á Íslandi samanborið við hin löndin. Því verði að taka tillit til þess.

Tengist kjarasamningum
 Það stafi að einhverju leyti af kerfislægum ástæðum, vegna ákvæða kjarasamninga sem stuðli að miklum yfirvinnugreiðslum. „Læknar á Íslandi vinna þannig ekki vaktavinnu í þeim skilningi að þeir fái vaktaálag. Þeir fá greitt yfirvinnukaup á vöktum þegar þeir vinna utan dagvinnutímabils. Hjá öðrum starfsgreinum er hins vegar greitt vaktaálag þar til fullri vinnuskyldu er skilað. Það eru rök fyrir því að vera með samanburð á heildarlaunum á Íslandi við regluleg laun í öðrum löndum, enda stuðla ákvæði íslenskra kjarasamninga að miklum yfirvinnugreiðslum,“ segir Hannes.

Fréttaskýring og skýringarmyndir Morgunblaðsins laugardaginn 20. maí 2017.