Hægt að sætta sjónarmið umhverfisverndar og virkjunar orku
Mikill meirihluti þjóðarinnar telur að hægt sé að sætta sjónarmið umhverfisverndar og virkjunar vatns- og gufuafls. Einnig telur mikill meirihluti að ál- og raforkufyrirtæki á Íslandi standi vel að umhverfismálum. Þetta kemur fram í könnun sem IMG Gallup gerði að beiðni Samtaka atvinnulífsins í nóvember síðastliðnum.
Hægt að sætta sjónarmið umhverfisverndar og virkjunar
orku
Þátttakendur voru spurðir hvort þeir teldu hægt að sætta sjónarmið
umhverfisverndar og virkjunar vatns- og gufuafls. 88% svarenda
töldu hægt að sætta sjónarmið umhverfisverndar og virkjunar
gufuafls og 70% töldu hægt að sætta sjónarmið umhverfisverndar og
virkjunar vatnsafls.
Ál- og raforkufyrirtæki standa sig vel í
umhverfismálum
Þá voru þátttakendur spurðir hvort þeir teldu ál- og
raforkufyrirtæki á Íslandi standa sig vel eða illa í
umhverfismálum. 77% töldu raforkufyrirtæki standa sig vel í
umhverfismálum, 13% illa og 10% voru hlutlaus eða svöruðu hvorki
né. 72% töldu álfyrirtæki standa sig vel í umhverfismálum, 16% illa
og 13% voru hlutlaus eða svöruðu hvorki né.
Nánar um spurningar og svör hér á eftir:
Telur þú að hægt sé að sætta sjónarmið umhverfisverndar og virkjunar gufuafls?
Já |
88,3% |
Nei |
11,7% |
Telur þú að hægt sé að sætta sjónarmið umhverfisverndar og virkunar vatnsafls?
Já |
69,7% |
Nei |
30,3% |
Telur þú að raforkufyrirtæki á Íslandi standi vel eða illa að umhverfismálum?
Mjög vel |
Frekar vel |
Hvorki né / hlutlaus |
Frekar illa |
Mjög illa |
26,3% |
51,1% |
9,6% |
9,6% |
3,5% |
Telur þú að álfyrirtæki á Íslandi standi vel eða illa að umhverfismálum?
Mjög vel |
Frekar vel |
Hvorki né / hlutlaus |
Frekar illa |
Mjög illa |
18,0% |
53,5% |
12,7% |
11,2% |
4,6% |
Könnunin kynnt nánar á ráðstefnu 27. janúar
Alls var spurt tólf spurninga í könnuninni og mun Þóra
Ásgeirsdóttir, forstöðumaður viðhorfsrannsókna hjá IMG Gallup,
kynna niðurstöðurnar í heild á ráðstefnunni Orkulindin Ísland sem
haldin verður á Hótel Nordica föstudaginn 27. janúar nk. Að
ráðstefnunni standa Samorka, Samtök atvinnulífsins og Samtök
iðnaðarins, og þar verður fjallað um gildi ál- og orkuframleiðslu á
Íslandi. Dagskrá
ráðstefnunnar má sjá á vef SA. Í pallborðsumræðum þar sem rætt
verður um stöðu og horfur taka þátt þau Björgólfur Thorsteinsson,
formaður Landverndar, Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar,
Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Júlíus
Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, Rannveig Rist, forstjóri
Alcan á Íslandi, Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Norðuráli
og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls.
Um könnunina
Könnunin var símakönnun IMG Gallup, framkvæmd á tímabilinu
16.-29. nóvember 2005. Endanlegt úrtak voru 1303, handahófsvalið af
öllu landinu úr þjóðskrá. Fjöldi svarenda var 801, eða 61,5%.