Gjaldeyrishöftin dýr mistök og hamla hagvexti

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði á ráðstefnu stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Hörpu sem fram fór í gær, að gjaldeyrishöftin hefðu verið dýr mistök og væru í raun vantraustsyfirlýsing á gjaldmiðilinn. "Hver ætti að trúa á krónuna ef íslensk stjórnvöld gera það ekki?" spurði Vilhjálmur.

Hann sagði að gjaldeyrishöftin hömluðu hagvexti og til lengri tíma litið leiddu þau til lækkandi gengis krónunnar. Sagði Vilhjálmur einnig, að hér á landi vanti langtímaáætlun um hagvöxt.

Þetta kom m.a. fram í umfjöllun mbl.is en Vilhjálmur sagði einnig að án skilvirks fjármálamarkaðar yrði áfram stöðnun á Íslandi.

Glærur Vilhjálms má nálgast hér að neðan ásamt samantekt frá ráðstefnunni.

Sjá nánar:

Glærur Vilhjálms Egilssonar

Samantekt frá ráðstefnunni og sjónvarpsupptaka á vef AGS