Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið?
Opinn umræðufundur Litla Íslands þar sem rætt verður um mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja og yfirstandandi kjaraviðræður fer fram á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 27. nóvember kl. 8.30-9.30.
Það er að hægja á vexti efnahagslífsins og blikur eru á lofti en spurt er: „Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið?“
Á fundinum munu atvinnurekendur segja sögur af Litla Íslandi ásamt því að birtar verða nýjar tölur frá Hagstofu Íslands um launagreiðslur og umfang lítilla fyrirtækja.
DAGSKRÁ
Nýjar hagtölur Litla Íslands
Óttar Snædal, hagfræðingur á efnahagssviði SA.
Sögur af Litla Íslandi
Brynja Brynjarsdóttir, eigandi Hraunsnefs sveitahótels
Eva Hlín Dereksdóttir, framkvæmdastjóri Raftákn verkfræðistofu
Ómar Pálmason, framkvæmdastjóri Aðalskoðunar
Hrefna Björk Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Rok restaurant
Mikilvægi lítilla fyrirtækja
Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðabæjar
Fundarstjóri er Sigmar Vilhjálmsson, atvinnurekandi
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG