Fundur um endurnýjanlega orku fyrir samgöngur

Samtök iðnaðarins, Háskólinn í Reykjavík og Samál standa fyrir opnum fundi um orku fyrir samgöngur í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 27. maí kl. 8.30 - 10.00. Mikil gróska er í þróun endurnýjanlegra orkugjafa fyrir samgöngur en verkefnið er flókið. Breyta þarf ökutækjum, framleiða nýja tegund orkugjafa og endurskipuleggja innviði og dreifingarleiðir. Samstarf margra aðila er því nauðsynlegt til að notkun endurnýjanlegra orkugjafa á sviði samgangna geti orðið almenn.

Fundurinn er liður í fundaröð um orkumál en áður hefur verið fjallað um ný tækifæri í orkuöflun og þjóðhagsleg áhrif orkunýtingar. Fundurinn fer fram í salnum Herkúles 5 á 2. hæð HR við Menntavegi 1.

Dagskrá:

Clean and Renewable Energy
Philip Metcalfe, ráðgjafi á sviði endurnýjanlegrar orku

Orka í samgöngum - hvaða lausn er best?
Guðrún Sævarsdóttir, lektor við Tækni- og verkfræðideild HR

Græna orkan - vettvangur stefnumótunar í orkuskiptum
Sverrir Viðar Hauksson, formaður verkefnisstjórnar Grænu orkunnar

Fundarstjóri: Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI

Phil Metcalfe er rafmagnsverkfræðingur og starfar sem ráðgjafi með áherslu á fjárfestingar í endurnýjanlegri orku. Hann hefur m.a. unnið að verkefnum um lífdísel, vindmyllur og kolefnisviðskipti.

Fundurinn er opinn og aðgangur ókeypis.

SKRÁNING Á VEF SI