Fundur um ábyrgð mengunarvalda og viðbragðsáætlanir

Samtök atvinnulífsins

boða til kynningarfundar
um ábyrgð mengunarvalds og viðbragðsáætlanir í lögum
um varnir gegn mengun hafs og stranda

Fundurinn verður að Borgartúni 35, 6. hæð,
 föstudaginn 14. janúar 2005, kl. 14.00

1.

Kynning á lögum nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda.  Ákvæði
um vátryggingar 

Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri,
umhverfisráðuneytinu

2.

Skip í óreiðu -
söfnun upplýsinga 

Sigurbjörg Sæmundsdóttir,
deildarstjóri, umhverfisráðuneytinu

3.

Gjaldskrár hafna og svæðisnefnda

Kristín Linda Árnadóttir, lögfræðingur, umhverfisráðuneytinu

4.

Gjaldskrá Umhverfisstofnunar
vegna bráðamengunar. 

Davíð Egilson, forstjóri, Umhverfisstofnun

5.

Ákvæði um viðbragðsáætlanir og áhættumat.  Kynning á vákorti. Hreinsunaráætlanir

Kristján Geirsson, fagstjóri, Umhverfisstofnun

6.

Almennar umræður og fyrirspurnir 

 Fundarstjóri verður Pétur Reimarsson,
verkefnastjóri umhverfismála hjá SA
 

Á næstunni taka gildi ákvæði um að mengunarvaldur sé ábyrgur fyrir tjóni þótt það verði ekki rakið til saknæmrar háttsemi.  Flutningsfyrirtæki og fyrirtæki sem þurfa starfsleyfi samkvæmt lista er fylgir lögunum falla undir þessi ákvæði.  Þessir aðilar verða í framtíðinni að taka ábyrgðartryggingu eða leggja fram aðra tryggingu upp á 1 milljón SDR.  Eins verða fyrirtæki að gera áætlanir um viðbrögð vegna bráðamengunar og eiga þær að byggja á áhættumati.

Vinsamlega tilkynnið þátttöku til SA í síma 591 0000 eða á netfangið mottaka@sa.is 
Aðgangur er ókeypis og fundurinn öllum opinn