Fundargerð fyrsta fundar Þjóðhagsráðs
Þjóðhagsráð kom saman til fyrsta fundar 8. júní síðastliðinn, en hlutverk þess er að greina stöðu efnahagsmála og ræða samhengi ríkisfjármála, peningastefnu og vinnumarkaðar í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni. Ráðið skal beina umfjöllun sinni sérstaklega að þáttum þar sem samhæfingu er helst ábótavant.
Stofnun ráðsins er í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá í maí 2015 sem gerð var til að greiða fyrir gerð kjarasamninga og einnig er kveðið á um stofnun Þjóðhagsráðs í rammasamkomulagi aðila á vinnumarkaði frá október 2015.
Í Þjóðhagsráði sitja forsætisráðherra, sem stýrir fundum ráðsins, fjármála- og efnahagsráðherra og forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Seðlabanka Íslands. Heildarsamtök launafólks sem aðild eiga að rammasamkomulaginu hverju sinni geta gerst aðilar að Þjóðhagsráði.
Fundi ráðsins skal halda að lágmarki tvisvar á ári og skal fundargerð þeirra birt á heimasíðum aðila að ráðinu.
Fundargerð 1. fundar Þjóðhagsráðs 8. júní 2016 (PDF)
Tengt efni: