Fundað um viðskipti með losunarheimildir - 3. nóvember

Umhverfisráðuneytið boðar til opins fundar um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda og fyrirhugaðar breytingar á því. Hér á landi er nú unnið að innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins um viðskiptakerfið. Flug mun falla undir gildissvið tilskipunarinnar frá og með 1. janúar 2012 og gert er ráð fyrir að ári síðar falli fleiri tegundir starfsemi þar undir, þ.á.m. áliðnaður.

Thomas Bernheim, sérfræðingur hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, flytur erindi um viðskiptakerfið og endurskoðun þess. Að því loknu verður efnt til pallborðsumræðna með þeim Pétri Reimarssyni, Samtökum atvinnulífsins, Kristínu Lindu Árnadóttur, forstjóra Umhverfisstofnunar, Árna Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands og Óttari Frey Gíslasyni frá EFTA.

Fundurinn verður mánudaginn 3. nóvember, kl. 14:00-16:00 í Sal B á Hótel Sögu. Hann fer fram á ensku. Þátttaka tilkynnist með tölvupósti á postur@umhverfisraduneyti.is.