Frumvörp vegna þriðja pakkans lögð fram - SA vinna að umsögnum
Frumvörp vegna þriðja pakka stjórnvalda sem kynntur var 28. apríl hafa nú verið lögð fram á Alþingi. Um er að frumvörp um framlengingu hlutabótaleiðarinnar, stuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, tímabundnar einfaldari reglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja, aðgerðir gegn kennitöluflakki og skilvirkari framkvæmd á atvinnuleysistryggingum.
Samtök atvinnulífsins vinna nú að umsögnum um þessi frumvörp. Aðildarfyrirtæki sem hyggjast nýta sér þessi úrræði eru hvött til að kynna sér frumvörpin og koma athugasemdum á framfæri við Heiðrúnu Björk Gísladóttur, lögmann á samkeppnishæfnisviði, ekki seinna en 24. maí, ef einhverjar eru.
Frumvörpin má nálgast hér.