Frestur til að sækja um losunarheimildir að renna út
Orku- og iðnfyrirtæki sem losa meira en 30 þúsund tonn af koldíoxíði árlega þurfa að sækja um sérstakar losunarheimildir til Umhverfisstofnunar ekki síðar en 1. júní næstkomandi vegna áætlaðrar losunar koldíoxíðs á tímabilinu 1. janúar 2008 til 31. desember 2012. Umsóknargjald er 250.000 kr. sem skal greiða við afhendingu umsóknar.
Umsóknir skulu uppfylla skilyrði 8. gr. laga um losun gróðurhúsaloftegunda nr. 65/2007. Umhverfisstofnun fer yfir umsóknir og framsendir til úthlutunarnefndar losunarheimilda. Nefndinni er heimilt að krefja atvinnurekstur um frekari upplýsingar og ef þær berast ekki vísa umsókn frá. Nefndin vekur athygli á að eftirfarandi starfandi atvinnurekstri ber að sækja um losunarheimildir :
a. staðbundin orkuframleiðsla með brennslu jarðefnaeldsneytis sem losar meira en 30.000 tonn koldíoxíðs árlega.
b. staðbundin iðnaðarframleiðsla sem losar meira en 30.000 tonn koldíoxíðs árlega.
Sjá nánar á vef Stjórnartíðinda: