Fræðsluefni um nýja persónuverndarlöggjöf

Í dag, 25. maí, tók í gildi ný persónuverndarlöggjöf innan Evrópusambandsins. Löggjöfin gildir um alla þá sem bjóða þjónustu til einstaklinga innan landamæra ESB og hafa mörg íslensk fyrirtæki því þegar þurft að gera breytingar á starfsemi sinni til samræmis við ákvæði laganna.

Ekki tókst að taka löggjöfina upp í EES-samninginn fyrir gildistöku hennar innan ESB og því ríkir ákveðið millibilsástand á meðan beðið er eftir að hægt verði að ganga frá innleiðingu regluverksins hér á landi. Samtök atvinnulífsins, í samstarfi við aðildarsamtök sín, munu halda áfram að fylgjast vel með framvindu mála og miðla áfram upplýsingum til félagsmanna. 

Samtökin minna á að á vinnumarkaðsvef SA má finna hagnýtt fræðsluefni um áhrif hins nýja regluverks og svör við mörgum algengum spurningum.

Á vefnum er einnig sérstök umfjöllun um notkun samfélagsmiðla ásamt fyrirlestrum um persónuvernd sem birst hafa undanfarið á málstofum á vegum Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga samtakanna.

Sjá nánar:

Fræðsla um persónuvernd á vinnumarkaðsvef SA

Tengt efni á vef SA:

Alvarlegar athugasemdir við persónuverndarfumvarp 

Tafir á innleiðingu persónuverndarlöggjafar