Forsætisráðherra á Ársfundi atvinnulífsins

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, ávarpar Ársfund atvinnulífsins þann 16. apríl næstkomandi. Framfarir í hundrað ár er yfirskrift fundarins en á árinu fagna landsmenn því að heil öld er frá því Ísland varð frjálst og fullvalda ríki þann 1. desember árið 1918. Mikill áhugi er á fundinum en hægt er að tryggja sér sæti á vef SA.

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, ávarpar fundinn auk forsætisráðherra og fjölda stjórnenda úr íslensku atvinnulífi sem munu segja sögur af því hvernig framsækin fyrirtæki og starfsfólk þeirra hefur á hundrað árum lagt grunn að góðum lífskjörum Íslendinga.

Fundurinn fer fram í Hörpu Silfurbergi kl. 14-15.30. Sjáumst!



ÁRSFUNDUR ATVINNULÍFSINS 2018 - SKRÁNING