Flutningalandið Ísland 2017
Íslenski sjávarklasinn og Samtök atvinnulífsins efna til ráðstefnunnar Flutningalandið Ísland í Hörpu fimmtudaginn 30. nóvember. Þar verður rætt um hvernig Ísland getur eflt sig sem tengipunkt fyrir alþjóðaflutninga og um leið stuðlað að auknu efnahagssamstarfi þjóða við Norður Atlantshaf.
Ráðstefnan fer fram í salnum Kaldalóni kl. 12-16.
Þátttökugjald er kr. 12.900 með léttum hádegisverði, dagskrá og skráning hér að neðan.
Flutningalandið Ísland er vettvangur þar sem koma saman aðilar úr öllum helstu greinum samgangna og flutninga hérlendis. Markmiðið með Flutningalandinu er að auka skilning á mikilvægi flutningakerfisins fyrir samkeppnishæfni þjóðarinnar og efla samstarf á milli aðila í greininni.
DAGSKRÁ
12.00 Léttur hádegisverður
12.30 Áhrif öflugs flutninganets á íslenskan sjávarútveg
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS
12.50 Hvernig getur heildarstefna í samgöngumálum litið út?
Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna.
13.10 Drifkraftur næsta hagvaxtarskeiðs - Ísland sem tengipunktur?
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
13.30 Transportation strategy for shipping and aviation
Marco Bluemen, Managing Director Seabury Consulting
14.00 Kaffihlé
14.30 Tengipunktur á milli Íslands, Grænlands og Færeyja
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskip
14.50 The Keflavik Hub - A Transatlantic Success Story.
Creating a platform for sustainable future growth that’s good for Iceland, it’s economy and its people.
Paul Eden, Vice President Ricondo & Associates, INC.
15.20 Stefna ESB í samgöngumálum
Violeta Bulc, framkvæmdastjóri samgöngumála Evrópusambandsins.
15.40 Samgönguráðherra – lokaorð
Ráðstefnustjóri er Stella Björg Kristinsdóttir, markaðsstjóri Marel.
SKRÁNING