Ferðalag bjartsýnnar þjóðar
Samtök atvinnulífsins sýndu á Ársfundi atvinnulífsins stuttmyndina 1918. Þar er brugðið upp svipmynd af þessu dramatíska ári í sögu þjóðarinnar. Frostaveturinn mikli þjarmaði að landsmönnum, ísbirnir gengu á land og spænska veikin lagði um 500 Íslendinga að velli.
Þann 1. desember varð Ísland frjálst og fullvalda ríki og þar með hófst 100 ára ferðalag bjartsýnnar þjóðar eftir allt sem á undan hafði gengið. Ársfundurinn var tileinkaður 100 ára fullveldisafmæli Íslands og þeim miklu framförum sem landsmenn hafa notið undanfarna öld. Einstak myndefni frá 1918 er að finna í myndinni en Pétur Jónsson, hjá Medialux, samdi tónlistina.