Félagsmenn BHM á almennum vinnumarkaði fara ekki í verkfall
Vegna umræðu um hugsanleg verkföll félagsbundinna sérfræðinga og stjórnenda þá skal áréttað að þeir sérfræðingar og stjórnendur sem aðild eiga að BHM félögum fara ekki í verkfall. Einungis þeir sem aðild eiga að VR og öðrum félögum verslunar- og skrifstofufólks fara í verkfall ef af því verður.
Samtök atvinnulífsins hafa gert kjarasamninga við aðildarfélög BHM og félög verkfræðinga, tæknifræðinga, byggingafræðinga og tölvunarfræðinga. Þessir samningar tryggja háskólamönnum sambærileg réttindi og öðrum á vinnumarkaði, greiðslu í sjúkrasjóð o.fl. Laun og launaþróun ræðst af því sem um semst milli atvinnurekanda og starfsmanns.
Sjá meðfylgjandi samninga:
Verk-, tækni, bygginga- og tölvunarfræðingar
Kjarasamningar þessir eru ótímabundnir og í fullu gildi. Félagsmenn þessara félaga eru í ekki í kjaradeilu og því ekki á leið í verkfall.