ESB styrkir íslenska starfsmenntun
Fjögur stór íslensk verkefni fá úthlutað styrk úr Leónardó-hluta menntaáætlunar ESB, en markmiðið er að styrkja og ýta undir ný viðhorf í stefnumótun og framkvæmd starfsmenntunar í Evrópu. Verkefnin fjögur fá styrk að upphæð 19-26 milljónir hvert. Til viðbótar fengu rúmlega 200 íslenskir nemendur í starfsnámi, stjórnendur og starfsfólk á vinnumarkaði styrki til starfsnáms og kynnisferða í 31 Evrópulandi.
Meðal þeirra sem fá stóru styrkina í ár eru Iðan - fræðslusetur sem fær styrk til að að mæta ólíkum þörfum nemenda í fjölmiðlun og grafískri hönnun sem og fullorðinna á vinnumarkaði sem eru í þörf fyrir endurmenntun. Verkefni sem miðar að því að innleiða og staðfæra sænskt rafrænt námsefni fyrir fjarnám í rafvirkjun og rafeindavirkjun er einnig styrkt. Þá fær Þekkingarnet Austurlands styrk til að þróa umgjörð netháskóla eða opinn háskóla. Markmiðið er að gera þannig háskólanám aðgengilegt þeim sem búa á jaðarsvæðum og skapa umhverfi fyrir þekkingarsetur á landsbyggðinni til að byggja upp nám á háskólastigi.
Sjá nánar á vef landsskrifstofu menntaáætlunar ESB