ESB einfaldar viðurkenningu starfsréttinda
Evrópuþingið og ráðherraráð ESB hafa samþykkt tilskipun sem ætlað er að einfalda og hraða gagnkvæmum viðurkenningum á starfsréttindum milli aðildarríkjanna. Tilskipunin breytir 14 gildandi tilskipunum sem fjalla um viðurkenningu prófgráða og starfsréttinda og nær m.a. til ýmissa heilbrigðisstétta, arkitekta o.fl. Þá skyldar hún aðildarríkin m.a. til að taka mið af fenginni starfsreynslu í öðrum aðildarríkjum. Tilskipunin tengist svonefndu SLIM-verkefni, sem ætlað er að einfalda lög og reglur á innri markaði ESB. Gert er ráð fyrir að tilskipunin verði leidd í lög aðildarríkjanna eigi síðar en í janúar 2003, en vænta má að hún verði jafnframt tekin upp í EFTA-ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Sjá nánar á vef framkvæmdastjórnar ESB.