Erlent starfsfólk - bein útsending

Í dag, þriðjudaginn 19. apríl fer fram morgunverðarfundur í Húsi atvinnulífsins þar sem verður fjallað um erlent starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði. Fundurinn er hluti af fundaröðinni Menntun og mannauður 2015-2016 sem hefur verið afar vel sótt í vetur en fundurinn er haldinn í salnum Kviku á 1. hæð í Borgartúni 35. Fundurinn er sýndur í beinni útsendingu.

Samtök atvinnulífsins ásamt aðildarsamtökum SA standa að fundinum, allir eru velkomnir á meðan pláss leyfir, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan. Kaffi, te og með því frá kl. 8.15.  

Slóð á útsendinguna má nálgast hér að neðan.

Smelltu hér til að horfa - útsending hefst kl. 8.30 þriðjudaginn 19. apríl

DAGSKRÁ

Erlendir starfsmenn – áskoranir og tækifæri.  
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri – Strætó.

Að skilja íslensku rýfur einangrun
Guðmundur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri – Hýsing, Vöruhótel.

Innflutningshöft á þekkingu?
Margrét Jónsdóttir, starfsmanna- og skrifstofustjóri – Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum.

Spurningar og spjall.

undefined