Ekkert eftirlit með gjaldskrám sveitarfélaga
Á undanförnum árum hafa Samtök atvinnulífsins ítrekað fjallað um gjaldskrár heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Þetta heilbrigðis-eftirlit er rekið í 10 umdæmum hringinn í kringum landið. Stöðugt berast SA kvartanir um eftirlitið og gjald það sem fyrirtækin eru krafin um fyrir. Fyrir fjórum árum birtu SA tölur sem sýndu að verulegur munur var á því tímagjaldi sem heilbrigðisumdæmi innheimta fyrir sína þjónustu. Þegar málið var síðan kannað að nýju síðastliðið haust kom í ljós að tímagjaldið var orðið mjög svipað og hafði verið samræmt upp á við, sem að sjálfsögðu var ekki tilgangur hins upphaflega samanburðar.
Mikill munur á gjaldtöku
Það er hins vegar mjög mismunandi hversu hátt gjald er innheimt af
fyrirtækjunum eftir því hvar þau eru á landinu.
Heilbrigðiseftirlitið virðist þannig eyða mjög mismunandi tíma í
eftirlitið. Í töflunni hér á eftir er að finna nokkur dæmi um
eftirlitsgjöld heilbrigðiseftirlitsins. Dæmin eru úr núgildandi
gjaldskrám og valin af handahófi en það kemur í ljós að gjöldin eru
mjög mismunandi og að almennt er mörg hundruð prósenta munur á
hæsta og lægsta gjaldi. Ekki er einhlítt í hvaða umdæmum gjöldin
eru hæst en þó virðast gjaldskrár heilbrigðiseftirlits á
Suðurnesjum og í Reykjavík almennt vera hæstar.
Lægsta gjald, kr. |
Hæsta gjald, kr. |
Munur, hlutfall |
|
Apótek |
10.400 |
30.500 |
175% |
Bakarí, miðlungs |
31.900 |
73.972 |
132% |
Bensínstöð, sjálfvirk |
10.400 |
48.800 |
369% |
Bensínstöð með veitingar |
55.600 |
160.217 |
188% |
Byggingarvöru- verslun, stór |
12.500 |
75.396 |
540% |
Efnalaug |
9.600 |
30.500 |
218% |
Fiskmjölsvinnsla |
26.600 |
160.000 |
502% |
Hótel, stórt með veitingum |
59.200 |
215.539 |
264% |
Mjólkurbú |
65.200 |
374.400 |
474% |
Prentiðnaður, stór |
10.675 |
50.000 |
368% |
Eflaust eru til einhverjar skýringar í einstökum tilfellum, sem
snúa þá til dæmis að mismunandi stærð fyrirtækjanna eða mismunandi
umfangs rekstrareininga. Stórlega er hins vegar dregið í efa að
hæstu gjöldin hafi almennt nokkuð með raunverulegan kostnað við
eftirlitið að gera. Hvers vegna ætti að kosta 75 þúsund krónur á
ári að fylgjast með byggingavöru-verslun í einu umdæmi þegar það
kostar 12 þúsund krónur í öðru? Hvað gerir að verkum að á einum
stað eru teknar um 375 þúsund krónur fyrir eftirlit með mjólkurbúi
en í öðru umdæmi er gjaldið 65 þúsund krónur, þegar alls ekki er
unnt að halda fram að þetta hafi eitthvað með stærð búanna að
gera?
Reikningur stílaður á atvinnulífið
Sveitarfélögin sem annast rekstur heilbrigðiseftirlitsins
hafa nú sjálfdæmi um setningu gjaldskráa - eftir að
hollustuháttaráð var lagt niður á síðasta ári - og geta þanið út
þetta eftirlit að eigin geðþótta og sent reikninginn til
atvinnulífsins í landinu. Sveitarfélögin þurfa ekki að bera
gjaldskrárnar undir neinn utanaðkomandi og þeir sem sæta
eftirlitinu eru undir þær settir og hafa enga vörn gegn útþenslu
þessa kerfis. Þessi staða er ólíðandi og nauðsynlegt að ráðin verði
bót þar á. Eftirlit þetta fer fram eftir lögum sem falla undir
starfsemi umhverfisráðuneytisins og er því skorað á
umhverfisráðherra að beita sér fyrir úrbótum á þessu.
Sveitarfélögin í rekstri
Annað er að sveitarfélögin sem annast rekstur heilbrigðiseftirlits
stunda jafnframt mörg hver umfangsmikinn atvinnurekstur á
fjölmörgum sviðum og hafa mikið forskot á annað atvinnulíf því þau
sjá ennfremur um eftirlit með sinni eigin starfsemi sem er á sviði
fræðslumála, sorphirðu og veitingarekstrar í stofnunum, svo nokkur
dæmi séu nefnd. Sveitarfélögin setja gjaldskrár fyrir
heilbrigðiseftirlit og semja eftirlitsáætlanir og ákveða þar með
hvernig skuli hagað eftirliti með þeim rekstri sveitarfélaganna,
sem undir það falla, auk alls annars atvinnurekstrar. Að auki ber
samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir að hafa samráð
við Samband íslenskra sveitarfélaga við setningu reglugerða um
atriði er varða skyldur sveitarfélaga. Sveitar-félögin hafa þannig
í samanburði við aðra atvinnurekendur allt aðra stöðu og það felst
í þessu kerfi alveg ólíðandi mismunun. Mikilvægt er að þessu verði
breytt þannig að eftirlit með atvinnustarfsemi verði tekin undan
forsjá sveitarfélaga.