Efnahagslífið grænkar í Brussel

Stefnumót atvinnulífsins í Evrópu fer fram í sjötta sinn í Brussel 21.-22. febrúar 2008. Orku- og umhverfismál verða þar í fyrirrúmi en yfirskrift stefnumótsins er Greening the economy: new Energy for Business. Evrópusamtök atvinnulífsins (BUSINESSEUROPE) og framkvæmdastjórn ESB eru meðal þeirra sem standa að stefnumóti atvinnulífsins í Evrópu en þar munu m.a. forsætisráðherrar, stjórnendur stórfyrirtækja, leiðtogar ESB, fulltrúar umhverfissamtaka og fjölmiðla hittast til að ræða framtíðina.

Félagsmenn SA fá helmings afslátt af þátttökugjaldi. Skráning og nánari upplýsingar um dagskrá er að finna á www.ebsummit.eu