EES skiptir sköpum

Hagvöxtur og velsæld hafa aukist til muna á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá gildistöku samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi sem Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, og Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA, héldu á opnum fundi um EES og atvinnulífið sem haldinn var af ASÍ, utanríkisráðuneytinu og SA. 

Fyrir lítið hagkerfi eins og Ísland hafi aðgangur að innri markaðnum og samræmt regluverk skipt sköpum. Þótt erfitt væri að meta áhrif samningsins til fjár mætti áætla að ávinningur tollfríðinda á útflutningsvörur Íslands væri að minnsta kosti 30 milljarðar króna á ári. Þá hafi Íslendingar aðgang að margfalt stærri vinnumarkaði með frjálsu flæði fólks innan EES og mikill meirihluti erlends launafólks sem starfar hér í dag komi frá EES. Án þeirra væru lífsgæði okkar allra lakari og mannlíf okkar fábreyttara.

 Sjá nánar:

 Kynningu þeirra Ásdísar og Davíðs má nálgast hér (PDF)

 Nánari umfjöllun um fundinn og aðrar kynningar á vef utanríkisráðuneytisins