EDI-bikarinn til Tryggingastofnunar

Hin árlegu EDI-verðlaun ICEPRO fyrir markvissa og árangursríka stefnu á sviði staðlaðra rafrænna viðskipta voru í gær veitt Tryggingastofnun ríkisins, m.a. fyrir vel heppnaða innleiðingu staðlaðra rafrænna samskipta við lyfjaverslanir. ICEPRO er samráðsvettvangur samtaka viðskiptalífsins, um 70 fyrirtækja og hins opinbera um stöðluð rafræn viðskipti og einföldun í viðskiptháttum. Nefndin mótar stefnu í þessum málum sem samræmist hagsmunum íslensks atvinnulífs og opinberra aðila. Sjá nánar á heimasíðu ICEPRO.