Eamonn Butler í Hörpu
Framkvæmdastjóri Adam Smith stofnunarinnar í London, dr. Eamonn Butler, mun ávarpa Ársfund atvinnulífsins í Hörpu. Stofnunin er ein virtasta hugveita heims á sviði efnahagsmála og kennd við hagfræðinginn Adam Smith sem vart þarf að kynna.
Smith skrifaði Auðlegð þjóðanna (e. An Inquiry into the Nature and Causes of the Wealth of Nations) sem markaði upphaf hagfræðinnar sem vísindagreinar.
Butler sem er skoskur, hefur fjölbreytta menntun og reynslu að baki og er vinsæll álitsgjafi í fjölmiðlum. Hann hefur gráður í hagfræði, heimspeki og sálfræði og hefur gefið út fjölda bóka og skrifað ótal greinar um brýn samfélagsmál.
Samtök atvinnulífsins bjóða dr. Eamonn Butler velkominn til landsins.
Hægt er að skrá þátttöku á Ársfund atvinnulífsins 2018 hér að neðan en vissara er að tryggja sér sæti sem fyrst. Ársfundurinn fer fram mánudaginn 16. apríl í Hörpu kl. 14-15.30 og er öllum opinn sem skrá sig.
Nánari upplýsingar um dagskrá má nálgast hér á vef SA.