Desemberuppbót 2020

Samkvæmt almennum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins greiðist desemberuppbót eigi síðar en 15. desember. Desemberuppbót fyrir fullt starf er nú kr. 94.000. Uppbótin greiðist hlutfallslega m.v. starfstíma og starfshlutfall en fullt ársstarf telst a.m.k. 45 unnar vikur fyrir utan orlof. Starfsmenn sem eru í starfi í fyrstu viku desember eiga ávallt rétt á uppbót, hlutfallslega m.v. starfstíma, en aðrir þurfa að hafa unnið a.m.k. 12 vikur á síðustu 12 mánuðum til að eiga rétt á uppbót.

Hér má sjá fræðslumyndband um desemberuppbót 2020:

Sjá nánar:
Upplýsingar um desemberuppbót á vinnumarkaðsvef SA

MYND/KÁRI FANNAR LÁRUSSON