Byggja þarf upp atvinnulífið á næstu árum
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við fréttastofu RÚV í dag að samtökin geti tekið undir margt af því sem fram kemur í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Greina megi jákvæða afstöðu í garð atvinnulífsins og þess verkefnis að byggja það upp og efla á næstu misserum. Það sé kjarninn í því sem hér þurfi að gera. Mikilvægt sé að auka kaupmátt á ný og koma landinu út úr þeirri þröngu efnahagslegu stöðu sem við erum í.
Þorsteinn segist vona að stjórnvöld vinni stóru málin eins og endurskoðun á fiskveiðilöggjöf, veiðileyfagjaldi og rammaáætlun, í víðtæku samráði eins og þau hafi boðað.
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að gert verði hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og ekki verði haldið lengra nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðspurður segir Þorsteinn að stefna SA hafi verið sú að það sé skynsamlegast að ljúka aðildarviðræðum að Evrópusambandinu og leggja aðildarsamning í kjölfarið undir þjóðaratkvæði.
Sjá nánar: