Bókhald á Litla Íslandi
Fræðslufundaröð Litla Íslands lýkur á föstudaginn 8. desember með opnum fundi um bókhald.
Þetta er sjötti fundur Litla Íslands í nóvember og desember þar sem sjónum hefur verið beint að hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja og því sem einkennir vel rekin fyrirtæki.
Upptökur frá fyrri fundum má nálgast á vef Litla Íslands.
Á föstudaginn mun Inga Jóna Óskarsdóttir, viðurkenndur bókari, ráðgjafi og eigandi hjá Bókhaldi og kennslu og formaður félags bókhaldsstofa, fjalla um lykilatriði í bókhaldi og mikilvægi bókhalds sem stjórntækis í rekstri.
Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 Reykjavík, í salnum Kviku á 1. hæð kl. 9-10.
Þeir sem ekki hafa tök á að mæta á fundinn geta fylgst með þeim í beinni útsendingu á www.litlaisland.is þar sem er að finna margs konar fræðslu.
„Bókhald er áttaviti og mikilvægt stjórntæki," segir Inga Jóna.
Vinsamlegast skráið þátttöku hér að neðan - allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
SKRÁNING