Björgólfur ekki í framboði til formanns

Björgólfur Jóhannsson, sem verið hefur formaður SA undanfarin fjögur ár, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku samtakanna. Björgólfur tók við sem formaður á tímum mikilla breytinga í íslensku atvinnulífi og undir hans forystu hefur fjölmargt áunnist á vettvangi samtakanna og í íslensku atvinnulífi.

 „Þegar ég tók við formennsku SA var ætlun mín að gegna því að hámarki í þrjú ár, fengi ég til þess stuðning félaga minna. Þau eru nú orðin fjögur og gott að nýr aðili taki við keflinu. Ég vil þakka öllum þeim sem ég hef starfað með á vettvangi SA, stjórnarfólki og starfsfólki samtakanna og aðildarfélögum fyrir stuðninginn. Einnig vil ég þakka forsvarsfólki samtaka launþega fyrir traust og gefandi samstarf á undanförnum árum.“