Betri heimur byrjar heima - upptaka

Torfi Þ. Þorsteinsson, forstöðumaður samfélagstengsla Brims, segir frá umfangsmiklu umhverfisstarfi fyrirtækisins á opnum fundi í Húsi atvinnulífsins, fimmtudaginn 7. nóvember kl. 8.30-9.00. Brim var nýverið valið Umhverfisfyrirtæki ársins 2019. Hægt er að horfa á fundinn í Sjónvarpi atvinnulífsins hér á vef SA og á Facebook-síðu samtakanna.

SJÓNVARP ATVINNULÍFSINS

Brim hefur tekið umhverfismálin föstum tökum. Fyrirtækið leggur áherslu á samfélagsábyrgð og virðingu fyrir umhverfinu og hefur unnið að því að kortleggja áhrif og ábyrgð félagsins.

Fundurinn er hluti af fundaröðinni Atvinnulíf og umhverfi sem hefst í dag en boðið verður upp á átta snarpa fundi í vetur þar sem sagðar verða hvetjandi sögur af umhverfismálum fjölbreyttra fyrirtækja. Betri heimur byrjar heima er yfirskrift fundaraðarinnar.

Allir eru velkomnir á fundina en að þeim loknum verður boðið upp á létt kaffispjall og umræður.