Betri heimur byrjar heima: Brim
Fundaröðin Atvinnulíf og umhverfi hefst í fyrramálið, fimmtudaginn 7. nóvember í Húsi atvinnulífsins kl. 8.30. Boðið verður upp á átta snarpa fundi í vetur þar sem sagðar verða hvetjandi sögur af umhverfismálum fjölbreyttra fyrirtækja. Betri heimur byrjar heima er yfirskrift fundaraðarinnar.
Á fyrsta fundinum mun Torfi Þ. Þorsteinsson, forstöðumaður samfélagstengsla Brims, segja frá umfangsmiklu umhverfisstarfi fyrirtækisins. Brim var nýverið valið Umhverfisfyrirtæki ársins 2019.
Bein útsending verður frá fundinum í Sjónvarpi atvinnulífsins á www.sa.is og á Facebook-síðu samtakanna.
Brim hefur tekið umhverfismálin föstum tökum. Fyrirtækið leggur áherslu á samfélagsábyrgð og virðingu fyrir umhverfinu og hefur unnið að því að kortleggja áhrif og ábyrgð félagsins.
Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, í salnum Hyl á 1. hæð, kl. 8.30-9.00. Létt kaffispjall og umræður að loknum fundi.
SKRÁNING