Aukin útgjöld til heilbrigðismála

Heilbrigðismál eru stærsti einstaki útgjaldapóstur ríkissjóðs. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017, sem lagt var fram í byrjun desember, er gert ráð fyrir áframhaldandi aukningu heilbrigðisútgjalda upp á 7,3 milljarða króna miðað við árið sem nú er að ljúka.

Framlög til heilbrigðismála hafa verið aukin síðustu ár eftir verulegan niðurskurð til þess málaflokks á árunum 2009-2012. Mælt á föstu verðlagi eru útgjöld til heilbrigðismála meiri nú en þau voru árið 2009 og hafa útgjöld til þessa málaflokks aukist umfram önnur útgjöld ríkissjóðs. 

Opinber útgjöld til heilbrigðismála árið 2015 námu 7,2% af landsframleiðslu sem er vel yfir meðaltali OECD ríkja. Í kynningu fjármálaráðherra á fjárlagafrumvarpi 2017 er hins vegar réttilega bent á að íslenska þjóðin er ung og mun eldast hratt á næstu áratugum. Væri aldurssamsetning Íslendinga sú sama og á hinum Norðurlöndunum væru útgjöld hins opinbera einna hæst hér á landi eða um 9% af landsframleiðslu.

undefined

Þrátt fyrir að framlög hafa verið aukin til heilbrigðismála undanfarin ár og framlög til heilbrigðismála séu há í alþjóðlegum samanburði ef tekið er tillit til aldurssamsetningar þjóðar þá blasir alvarlegur vandi við íslensku heilbrigðiskerfi. 

Að öðru óbreyttu stefnir í mikinn útgjaldaauka til heilbrigðismála á komandi árum. Það eru þrjár leiðir til að bregðast við slíkum útgjöldum, með skattahækkunum, með aukinni greiðsluþátttöku sjúklinga eða með aukinni skilvirkni og hagkvæmari nýtingu fjármuna.

Efnahagssvið SA hefur sett fram tillögur hvernig unnt er að bregðast við þeim áskorunum sem við blasa.

Sjá má greiningu efnahagssviðs hér: Heilbrigð samkeppni