Augnablik: Fækkun námsára mun bæta námsárangur

Nú stíga sprækir nemendur inn í skólastofur að loknu sumri og við leiðum hugann að áskorunum innan skólakerfisins.

Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs fer á einu augabragði yfir kosti þess að fækka skólaárum og lengja skólaár grunnskólans í Augnabliki SA.


Í skýrslu SA sem nefnist Menntun og færni
kemur m.a. fram að fækkun skólaára og lenging skólaárs grunnskólans muni bæta námsárangur, minnka umönnunarbil, draga úr kennaraskorti, hækka ævitekjur, vega á móti neikvæðum afleiðingum öldrunar þjóðarinnar, auka hagvöxt og stuðla að betri nýtingu fjár í kerfinu.

Í skýrslunni er að finna um þrjátíu tillögur sem miða að því að bæta öll skólastig, framhaldsfræðslu og umgjörð menntamála.

Fylgstu með örskýringum, fróðleik og umfjöllun @atvinnulifid á instagram