Atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn

Samtök atvinnulífsins boða til allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal aðildarfyrirtækja um afstöðu þeirra til uppsagnar Lífskjarasamningsins. SA telja nauðsynlegt að kalla eftir afstöðu félagsmanna og mun framkvæmdastjórn SA í kjölfarið taka ákvörðun um hvort kjarasamningar eigi að halda gildi sínu eða falla úr gildi 1. október nk.  

Atkvæðagreiðslan hefst kl. 12:00 á morgun þriðjudaginn 29. september og stendur til kl. 12:00 miðvikudaginn 30. september. Forsvarmönnum aðildarfyrirtækja SA mun berast atkvæðaseðill í sms-skilaboðum eða með tölvupósti skömmu áður en atkvæðagreiðsla hefst.

Sjá nánar um afstöðu SA.