Ásdís í starfshópi um efnahagsleg áhrif sóttvarnaraðgerða
Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur verið skipuð í starfshóp fjármála- og efnahagsráðherra sem vinna mun reglulegar greiningar á efnahagslegum áhrifum valkosta í sóttvarnarmálum, með tilliti til hagsmuna ólíkra samfélagshópa og geira hagkerfisins. Bæði verða metin skammtímaáhrif og áhrif á getu hagkerfisins til þess að taka við sér af krafti að nýju þegar faraldurinn og áhrif hans líða hjá.
Starfshóp ráðherra skipa, ásamt Ásdísi, Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, mun starfa með hópnum. Analytica ehf. verður starfshópnum til aðstoðar. Starfshópurinn skilar ráðherra reglulegum greiningum á efnahagslegum áhrifum valkosta í sóttvarnarmálum.
Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins í dag en nánar má lesa um tilurð starfshópsins á vef ráðsins.