Ársskýrsla Samtaka atvinnulífsins 2016-2017

Ársskýrsla Samtaka atvinnulífsins 2016-2017 er komin út en hún var lögð fram á aðalfundi samtakanna 29. mars. Þar er að finna greinargott yfirlit yfir starfsemi SA á liðnu starfsári. 

Í skýrslunni er m.a. fjallað um vinnumarkaðinn og mikil áhrif síðustu kjarasamninga á rekstur fyrirtækja. Fjallað er um samfélagsábyrgð, menntamál, jafnréttismál, lífeyrismál og umhverfismál auk umfjöllunar um starfsskilyrði atvinnulífsins.

Í umfjöllun um efnahagsmál kemur fram að árið 2016 var gott í efnahagslegu tilliti og staða þjóðarbúsins góð. Hagvöxtur síðasta árs var einn sá mesti frá 2007 og viðskiptaafgangur sjaldan mælst meiri.

Smelltu til að stækka

Árið 2016 var líka gott þegar horft er til traust. Viðhorfskönnun Gallup sem gerð var haustið 2016 sýndi vaxandi traust almennings til íslenskra fyrirtækja og hafði það ekki verið meira frá því að mælingar hófust árið 2010.

Fjórir af hverjum fimm einstaklingum bera traust til eigin vinnuveitanda og aðeins Landhelgisgæslan nýtur meira trausts.

Smelltu til að stækka

Í skýrslunni er einnig yfirlit yfir fjölda viðburða sem Samtök atvinnulífsins stóðu fyrir á síðasta ári ásamt slóð á ítarlegri umfjöllun.

undefined

Rafrænt eintak skýrslunnar má nálgast hér að neðan.

Ársskýrsla SA 2016-2017 (PDF)