Ársfundur atvinnulífsins 2021 - Streymi
Ársfundur atvinnulífsins fer fram í dag 9. september í rafrænni dagskrá kl. 09:00.
Yfirskrift ársfundar er Höldum áfram og er byggð á átaksverkefni SA sem hófst í nóvember 2020 sem viðbragð við heimsfaraldrinum. Ársfundurinn slær einnig botninn í hringferð sem forsvarsmenn SA fóru um landið í byrjun sumars þar sem þau hittu félagsmenn og áttu gott spjall yfir súpu. Á ársfundinum er farið yfir 21 áskorun og lausn í sex efnisflokkum sem snúa að opinberum rekstri, skattastefnu, rekstrarumhverfi atvinnulífsins, sjálfbærri þróun, vinnumarkaðnum, menntamálum og heilbrigðismálum. Atvinnurekendur tjá sig um áskoranir og ráðherrar bregðast við í líflegum umræðum.
Fylgstu með fundinum hér: