Ársfundur atvinnulífsins 2019 – upptökur
Ársfundur atvinnulífsins fór fram í Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 17. október. Rúmlega 700 gestir mættu til fundarins og annar eins fjöldi horfði á dagskrána í beinni útsendingu. Upptökur eru nú aðgengilegar Í Sjónvarpi atvinnulífsins á vef SA ásamt svipmyndum frá fundinum.
Sátt var efni fundarins og var rætt um hana úr ýmsum áttum. Á fundinum var einnig 20 ára afmæli Samtaka atvinnulífsins fagnað.
Vatnaskil urðu á Íslenskum vinnumarkaði þegar Þjóðarsáttin var gerð 1990. Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands Íslands 1980-1992 og Þórarinn Viðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands 1986-1999, brutu Þjóðarsáttina til mergjar á fundinum í stuttri svipmynd.
Ný bók Guðmundar Magnússonar, Frá Þjóðarsátt til Lífskjarasamnings. Samtök atvinnulífsins 1999-2019 kom einnig út 17. október. Hægt er að nálgast eintak af bókinni í móttöku Húss atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík.
SJÓNVARP ATVINNULÍFSINS
Samtök atvinnulífsins þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í fundinum með því að koma í Hörpu eða horfa í beinni útsendingu. Sjáumst að ári!