Árangur og ábyrg fyrirtæki - ráðstefna Festu og SA
Janúarráðstefna Festu og Samtaka atvinnulífsins um samfélagsábyrgð fyrirtækja fer fram í Hörpu Silfurbergi -fimmtudaginn 26. janúar kl. 8.30-12.
DAGSKRÁ
Skráning og morgunkaffi frá kl. 8.00.
Opnunarávörp
Finnur Sveinsson, stjórnarformaður Festu
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Ávinningur samfélagsins
Georg Kell, fyrrverandi framkvæmdastjóri Global Compact - sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð er aðalræðumaður ráðstefnunnar. Hann starfar í dag sem aðstoðarforstjóri hjá Arabesque Partners fjárfestingasjóðnum.
Sögur stjórnenda af samfélagsábyrgð
Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði.
Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel.
Þórarinn Ævarsson, forstjóri IKEA á Íslandi.
Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels
Umræður
Kaffihlé og markaðstorg frá kl. 10-10.30 en að því loknu gefst ráðstefnugestum kostur á að velja um þrjár hagnýtar málstofur kl. 10.30-12 þar sem fjallað er um leiðir fyrir fyrirtæki og stofnanir til að innleiða samfélagsábyrgð í kjarnastarfsemi sína.
Málstofur
A) Að mæla árangur samfélagsábyrgðar
Umsjón: Sigurborg Arnardóttir, Össuri
B) Loftslagsmál
Umsjón: Hrönn Hrafnsdóttir, Reykjavíkurborg
C) Forgangsröðun og fókus, að velja verkefni sem skipta máli
Umsjón: Þorsteinn Kári Jónsson, Marel
Ragna Árnadóttir, Landsvirkjun, er ráðstefnustjóri.
Um aðalræðumann ráðstefnunnar
Georg Kell var fyrsti framkvæmdastjóri Global Compact en hann gegndi starfinu frá því sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð var stofnaður árið 2000 til ársins 2015. Kell hefur víðtæka reynslu af því að vinna að samfélagsábyrgð með stjórnendum fyrirtækja. Hér má lesa nánar um Arabesque Partners fjárfestingasjóðinn sem Georg Kell vinnur hjá í dag.
Samtök atvinnulífsins eru tengiliður Íslands við Global Compact en 20 aðilar hafa skrifað undir sáttmálann á Íslandi.
Á fimmtán ára afmæli Global Compact bjuggu Sameinuðu þjóðirnar til stutt myndband sem fangar vel tilgang og markmið sáttmálans, að gera heiminn betri en þar er atvinnulífið í lykilhlutverki. Um er að ræða eitt öflugasta framtakið í heiminum á sviði samfélagsábyrgðar og sjálfbærni.
Sjáumt í Hörpu!