Allt að 33% hækkun á gjaldskrám heilbrigðisnefnda
Nær allar heilbrigðisnefndir sveitarfélaga hækkuðu
gjaldskrár sínar árið 2001. Mest var hækkunin á Kjósarsvæði,
33,3%, 20% á Norðurlandi Vestra og 10% í Reykjavík. Þessar
hækkanir urðu allar í desember.
Á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir hafa tíu svæðisbundnar heilbrigðisnefndir með á höndum lögbundið heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit. Nær allar hækkuðu gjaldskrár sínar á síðasta ári, þar af fjórar í desember og ein í nóvember. Mest hækkaði gjaldskráin á Kjósarsvæði, um 33,3%, þá á Norðurlandi Vestra um 20% og í Reykjavík um 10%. Þessar hækkanir urðu allar í desember, sem og 5,7% hækkun heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar og Kópavogs. Aðrar hækkanir urðu fyrr á árinu, nema á Suðurlandi þar sem gjaldskráin var ekki hækkuð árið 2001 en þar mun hækkun nú vera í burðarliðnum. Þá var gjaldskráin lækkuð um 0,5% á Suðurnesjum, en þar er tímagjaldið þó hæst.
(smellið á myndina)
Gjaldið hæst á Suðurnesjum
Tímagjald einstakra heilbrigðisnefnda er mismunandi, en
þær starfa við mismunandi aðstæður. Þó er oft erfitt að skýra
þann mikla mun sem fram kemur á tímagjaldi heilbrigðisnefnda á
landinu og einstökum kostnaðarliðum í rekstri stofnananna sem
tímagjaldið byggist á. Fyrir hækkanir síðasta árs var gjaldið lægst
á Kjósarsvæði (sjá eldri
frétt SA) en er nú lægst á Norðurlandi Eystra, 5.200 kr/klst.
Hæst er gjaldið á Suðurnesjum, 5.800 kr/klst. Erfitt er að sjá hvað
réttlætir þennan mikla mun.
(smellið á myndina)