Allir vinna - vinnuvernd borgar sig

Þann 23. október nk. fer fram ráðstefna um vinnuvernd á Grand Hótel Reykjavík undir yfirskriftinni Allir vinna. Þar munu sérfræðingar úr atvinnulífinu fjalla um ýmsa þætti vinnuverndar með áherslu á heilsufarslegan og fjárhagslegan hagnað allra af markvissu vinnuverndarstarfi með samvinnu stjórnenda og starfsmanna. Ráðstefnan er öllum opin og gestum að kostnaðarlausu en einnig verður hægt að fylgjast með útsendingu frá ráðstefnunni á vefnum.

Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér að neðan, en hún hefst kl. 13 og verður lokið kl. 16.

13:00    Setning
              Margrét S. Björnsdóttir, stj.form. Vinnueftirlitsins

13:10    Sýn sveitarfélagsins á vinnuvernd
              Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík

13:30    Vinnuvernd borgar sig
              Bergdís I. Eggertsdóttir, verkefnastjóri, Strætó

13:50    Vinnuvernd - Allir vinna hjá Hýsingu
              Guðmundur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri

14:10    Vinnuverndarstarf í þágu allra - sjónarhorn þjónustuaðila í vinnuvernd
              Valgeir Sigurðsson, Vinnuvernd ehf

14:30    Líðan og heilsa starfsfólks sveitarfélaga og fjármálafyrirtækja í kjölfar efnahagshruns
              Hjördís Sigursteinsdóttir og Ásta Snorradóttir

15:30    Ávarp ráðherra, afhending viðurkenninga til fyrirmyndarfyrirtækja
              Guðbjartur Hannesson, velferðaráðherra
              Stefán Aðalsteinsson, frkvstj. BHM

15:50    Samantekt og ráðstefnulok

Ráðstefnustjóri:  Þórunn Sveinsdóttir, Vinnueftirlitinu.

Fyrirtæki tengd vinnuvernd verða með kynningar á staðnum.


Hægt verður að horfa á útsendingu á ráðstefnunni á vefnum og hefst hún kl. 12.40.


SMELLIÐ HÉR TIL AÐ HORFA


Sjá nánar á vef Vinnueftirlitsins