Alcan á Íslandi hlýtur íslensku gæðaverðlaunin 2005

Íslensku gæðaverðlaunin í ár hlýtur fyrirtækið Alcan á Íslandi. Fyrirtækið rekur álver í Straumsvík þar sem framleiðslan nú er 20% meiri en verksmiðjan er hönnuð til að framleiða, en sá árangur skýrist af mikilli tækni- og verkþekkingu sem orðið hefur til innan fyrirtækisins auk markvissrar stjórnunar. Fyrirtækið hefur vottað gæðakerfi (ISO 9001), umhverfisstjórnunarkerfi (ISO 14001) og öryggisstjórnunarkerfi (OHSAS 18001) og hefur verið leiðandi á ýmsum sviðum. Að íslensku gæðaverðlaununum standa Samtök atvinnulífsins, forsætisráðuneytið, Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, Háskóli Ísland og Stjórnvísi. Sjá nánar á vef Stjórnvísi.