Aðalfundur SA 2018

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins verður haldinn mánudaginn 16. apríl 2018. Fram fara hefðbundin aðalfundarstörf þar sem greint verður m.a. frá kjöri formanns Samtaka atvinnulífsins og stjórnar SA 2018-2019.

Aðalfundurinn er í Hörpu í salnum Björtuloftum kl. 12-13.30. Þeir sem rétt eiga til setu á fundinum geta skráð þátttöku hér að neðan. 

Ársfundur atvinnulífsins 2018 fer fram sama dag í Hörpu - Silfurbergi, kl. 14-15.30 og er öllum opinn. Framfarir í hundrað ár er yfirskrift fundarins en á árinu fagna landsmenn því að heil öld er frá því Ísland varð frjálst og fullvalda ríki þann 1. desember árið 1918.

Formaður SA, Eyjólfur Árni Rafnsson og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir eru meðal þeirra sem ávarpa fundinn.