Á gervigreind heima í menntakerfinu? Streymi hefst kl. 08:30
Menntamorgnar atvinnulífsins eru nú komnir á fullt skrið og er annar fundur haustsins haldinn kl. 08:30 undir yfirskriftinni Á gervigreind heima í menntakerfinu? Fylgjast má með streymi af fundinum hér fyrir neðan.
Menntamorgnar atvinnulífsins eru samstarfsverkefni SA og aðildarsamtaka.
Í dag er gervigreind alls staðar. Við heyrum um hana í leik og starfi en hinn raunverulegi kraftur hennar er okkur oft hulinn. Fyrr en síðar mun hún hafa veigamikil áhrif á líf okkar allra en miklum breytingum fylgir oft mikil óvissa. Þetta erindi byrjar á að ræða almennt um grunnhugtökin í gervigreind en skoðar hana svo sérstaklega með augum kennara sem velta fyrir sér hvernig menntakerfi framtíðarinnar gæti litið út.
Hinrik Jósafat Atlason mun leiða okkur í allan sannleikann um ofangreint á menntamorgni 4. nóvember. Hinrik er framkvæmdastjóri og stofnandi Atlas Primer sem bætir aðgengi að námsefni með því að nýta m.a. gervigreind og máltækni til sjálfvirknivæðingar í menntakerfinu. Undanfarin átta ár hefur hann starfað við Háskólann í Reykjavík sem stundakennari við viðskiptadeild og tölvunarfræðideild. Hinrik er með M.Sc. gráðu í gervigreind og B.Sc. gráðu í tölvunarfræði.