Stefna ríkisins til næstu fimm ára: Áskorun í uppsveiflu

„Við upplifum nú sterka uppsveiflu í efnahagslífinu. Íslenska hagkerfið hefur vaxið hratt frá árinu 2011 og gangi hagspár eftir verður áframhaldandi vöxtur á komandi árum. Þó eðli máls samkvæmt sé auðveldara að reka ríkissjóð á tímum góðæris en á tímum samdráttar þá fylgja betri tímum einnig áskoranir.“ Þetta segir m.a. í nýrri umfjöllun efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.

„Í uppsveiflu þegar tekjustofnar stækka og kröfur um auknar fjárveitingar verða háværari reynir oft mest á framtíðarsýn og festu þeirra sem með völdin fara. Uppsveiflur eru aldrei eilífar og skiptir því sköpum að stjórnvöld hugsi til lengri tíma, sýni ábyrgð í fjárveitingum og nýti það svigrúm sem myndast til að greiða niður skuldir og búa í haginn fyrir erfiðari tíma.

Hið opinbera er umsvifamikið í íslensku hagkerfi og tekur til sín stærri hluta verðmætasköpunar en gengur og gerist í flestum öðrum þróuðum ríkjum. Mikið umfang hins opinbera veldur því að fjármálastefna þess hefur mikil áhrif á hagsveifluna. Því er það á ábyrgð stjórnvalda að leitast við að draga úr sveiflum frekar en að magna þær. Á góðæristímum felst ábyrg hagstjórn í því að halda að sér höndum, koma böndum á útgjaldavöxt og mæta skattkerfisbreytingum með tilheyrandi aðhaldi á útgjaldahlið. Því miður hefur hið opinbera á Íslandi fremur aukið sveiflur en jafnað þær en skv. mati Alþjóðgjaldeyrissjóðsins hefur frammistaðan verið verst hér á landi að einungis Eistlandi og Grikklandi undanskildum.“

undefined

Sjá nánar:

Stefna ríkisins til næstu fimm ára: Áskorun í uppsveiflu (PDF)