Hvers vegna er nú hægt að losa um höft á Íslandi?

Fjallað er um aðgerðaáætlun stjórnvalda um losun hafta í grein eftir Ásdísi Kristjánsdóttur forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins og Jón Daníelsson prófessor við London School of Economics sem birtist á vefsíðunni VOX. Að mati greinarhöfunda ber að fagna áætlun stjórnvalda um losun hafta enda feli fjármagnshöft í sér mikinn efnahagslegan skaða.

Í greinni sem er á ensku segir m.a.:

„Eftir sjö ár innan hafta er kominn tími á aðgerðir. Aðgerðaáætlunin er vel útfærð og trúverðug. Helsta hindrun í vegi þess að losa um höft hefur tengst uppgjörum á eignum föllnu bankanna. Tvær leiðir eru í boði fyrir kröfuhafa föllnu bankanna, þeir geta fallist á að greiða stöðugleikaframlag eða greiða stöðugleikaskatt. Eins og staðan er í dag stefnir allt í að kröfuhafar föllnu bankanna fallist á að greiða stöðugleikaframlagið til að klára nauðasamninga sem er að mati greinarhöfunda heppilegri leið til að lágmarka lagalega óvissu. Þá skiptir ekki síður máli að áætlunin verndar raunhagkerfið en er um leið sanngjörn í garð erlendra kröfuhafa.“

 Lesa má grein Ásdísar og Jóns í heild sinni hér